Ófullkomna er nýja FULLKOMNA foreldrið

Sérfræðingar á sviði félags- og heilbrigðismála hafa til fjölda ára vakið athygli á þörfinni fyrir fræðslu fyrir pör á þeim tímamótum þegar foreldrahlutverkið kemur til sögunnar. Það er erfitt að verða foreldri í fyrsta sinn m.a. vegna þess að fólki er talið trú um að það sé meðfæddur hæfileiki að takast á við þetta krefjandi verkefni. Þessi skilaboð samfélagsins geta til að mynda haft áhrif á fæðingarþunglyndi. Heppilegri skilaboð væru:  „Það er ekkert óeðlilegt við að þér finnist foreldrahlutverkið erfitt því þú vilt vanda þig svo mikið og sinna því svo vel“. Það er ekki til neitt sem heitir að vera fullkomið foreldri. Ófullkomna foreldrið er hið nýja fullkomna foreldri.

Árið 1995 var sjónvarpsþátturinnAlmannarómur“ undir stjórn Stefáns Jóns Hafstein sýndur á Stöð 2.  Áhorfendur voru spurðir: Þarftu á hjálp að halda í hjónabandinu? Um helmingur sagði já.

Nú liggur fyrir að um 70% nýrra foreldra glíma við sambandserfiðleika með tilkomu barns. Þessir erfiðleikar geta skaðað lífsgæði foreldra og barna þeirra varanlega. Örlög einnar kynslóðar markar upphaf þeirra næstu. Bókin „Eftir skilnað - um foreldrasamstarf og kynslóðatengsl“ er forvarnarfræðsla fyrir hjón og pör sem mæla má með. Höfundar eru dr. Sigrún Júlíusdóttir og Sólveig Sigurðardóttir félagsráðgjafar. Þar segir „Vitað er úr tölfræðilegum gögnum, allt frá því að um miðja síðustu öld, að fæðing fyrsta barns í parsambandi getur verið ávísun á skilnað ef ekki hefur verið staðið nógu vel að undirbúningnum. Því hefur víða, einkum í Bandaríkjunum, verið unnið að markvissu forvarnarstarfi með verðandi foreldrum, með almennri fræðslu og í hópastarfi, og árangurinn hefur ekki látið á sér standa”.

Kvöldnámskeiðið „Ertu að verða foreldri?” sem er á vegum 9 mánaða undirbýr verðandi foreldra til að takast á við foreldrahlutverkið. Til þess að það takist sem best er veitt fræðsla um hvernig efla má parasambandið samhliða foreldrahlutverkinu. Umsjón með námskeiðinu hafa Ástþóra Kristinsdóttir ljósmóðir og undirritaður. 


Um bloggið

Ólafur Grétar Gunnarsson

Höfundur

Ólafur Grétar Gunnarsson
Ólafur Grétar Gunnarsson
Ólafur Grétar Gunnarsson er fjölskyldu- og hjónaráðgjafi hjá 9 mánuðum og sjálfstætt starfandi fræðimaður á sviði forvarna. Hann hefur um árabil gefið út efni og haldið fyrirlestra og námskeið m.a. fyrir nýja foreldra og annað sem veldur aukinni streitu í samböndum. Á þessum vef birtast greinar og ýmislegt forvitnilegt um þegar pör verða foreldrar, kynlíf eftir barneignir, mikilvægi hlutverks feðra í lífi ungbarna, líf hjóna eftir fimmtugt og þegar skilnaður, framhjáhald eða annað streituvaldandi hefur átt sér stað. Lesendur geta sent Ólafi Grétari uppástungur um efni á netfangið olafurggunn@9manudir.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband